Fréttir

true

Eitt elsta verslunarhús landsins boðið til leigu

Snæfellsbær auglýsir nú eftir áhugasömum rekstraraðila að Pakkhúsinu í Ólafsvík með umsóknarfresti til næstu mánaðamóta. Húsið á sér merka sögu og skal viðeigandi rekstur taka mið af sögu hússins og safni á efri hæðum þess. Pakkhúsið í Ólafsvík er gamalt verslunarhús, byggt árið 1844. Það er eitt fárra verslunarhúsa frá 19. öld sem stendur enn…Lesa meira

true

Garðhúsgögnum breytt í Ludo spil

Ásbyrgi í Stykkishólmi er dagvinnustofa og atvinnutengd úrræði fólks með skerta starfsgetu. Ásbyrgi fékk nýverið borð og stóla gefins og ákveðið var að breyta aðeins til. Í stað þess að hafa þessi borð og stóla hefðbundin húsgögn var ákveðið með tilstyrk frá Slippfélaginu að breyta þeim í Ludo spil eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Verða…Lesa meira

true

Eyja Rún hlaut viðurkenningu

Framfarir, hollvinafélagi millivegalengda- og langhlaupara, hefur veitt hlaupurum viðurkenningar fyrir árið 2024. Aðalmarkmið félagsins er að vekja athygli á millivegalengda- og langhlaupum bæði sem íþróttagrein og tómstundagamni; efla unglingastarf og framfarir ungmenna og skapa samstöðu meðal hlaupara í lengri vegalengdum, jafnt þeirra sem stefna á alþjóðleg afrek og hinna sem stunda hlaup sér til skemmtunar…Lesa meira

true

Blóð í Brekkó

Eitt af fjölmörgum skemmtilegum verkefnum sem hafa verið unnin í 9. bekk í vetur í Brekkubæjarskóla á Akranesi er krufning á svínslíffærum í tengslum við vinnu nemenda með mannslíkamann. Nemendur skoðuðu tungu, barka, vélinda, lungu, hjarta, nýru og lifur og unnu verkefni samhliða vinnunni. Fram kemur á FB síðu skólans að eitt af því sem…Lesa meira

true

Niðurrif í Brákarey hefst í dag

Framkvæmdir við niðurrif bygginga að Brákarbraut 25 í Borgarnesi hefst í dag en í tilkynningu frá Borgarbyggð kemur fram að gert sé ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í lok ágúst á þessu ári. Svæðið verður afgirt og merkt í samræmi við öryggisreglur en verkið er í höndum ÓK Gámaþjónustu – sorphirðu ehf. Það sem nú…Lesa meira

true

Kiwanis gefur fyrstu bekkingum reiðhjólahjálma

Til fjölda ára hefur Kiwanishreyfingin á Íslandi látið gott af sér leiða með þeim hætti að gefa yngstu þátttakendum í umferðinni reiðhjólahjálma. Það er jafnan gert með stuðningi Eimskipa. Kiwanisklúbbur Akraness kom færandi hendi í Grundaskóla síðastliðinn föstudag og fengu allir nemendur fyrsta bekkjar hjólahjálm að gjöf frá kiwanishreyfingunni. Að sögn Halldórs Fr Jónssonar klúbbfélaga…Lesa meira

true

Séra Karen ráðin sóknarprestur í Setbergsprestakalli

Nýlega auglýsti biskup Íslands eftir þjónustu sóknarprests í Setbergsprestakalli á Snæfellsnesi. Valnefnd prestakallsins hefur nú valið Karen Hjartardóttur, prest í Bjarnanesprestakalli, í starfið. Karen er fædd árið 1992 á Akranesi en ólst upp á Snæfellsnesi. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga vorið 2012 og hóf nám við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands haustið 2012. Þaðan…Lesa meira

true

Sérstakir styrkir veittir til kaupa á nytjahjólum

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að veita sérstaka styrki til kaupa á nytjahjólum (e. cargo bikes) í gegnum Loftslags- og orkusjóð. Styrkirnir geta numið allt að 200.000 krónum eða að hámarki þriðjungi af kaupverði hvers hjóls. Um er að ræða tímabundna aðgerð sem felur í sér skref í átt að fjölbreyttari…Lesa meira

true

Viðbrögðin hafa verið jákvæð

Í styttri læknatímum ræði fólk heilsufarsmál sín fremur en pólitík Starfsfólk á Heilsugæslustöð HVE í Borgarnesi skrifaði færslu á samfélagsmiðla um miðja síðustu viku þar sem bent var á að vegna forfalla í læknahópnum yrði að gera breytingar á bókunarfyrirkomulagi á heilsugæslustöðinni næstu einn til tvo mánuði. Bókuð viðtöl styttast úr 20 í 10 mínútur.…Lesa meira

true

Búast má við sjónmengun frá Elkem næstu daga

Vegfarendur, íbúar og starfsmenn í fyrirtækjum í grennd við Grundartanga mega búast við að sjá útblástur frá Elkem á Grundartanga í allt að tíu daga frá deginum í dag en endurbótum á ljósbogaofni í kísilmálmverksmiðju Elkem Ísland er lokið og áætlað að ofninn verði endurræstur í dag, þriðjudaginn 6. maí. Ekki er ástæða til að…Lesa meira