
Frá afhendingu gjafarinnar í Grundaskóla á Akranesi. Ljósm. Grundaskóli
Kiwanis gefur fyrstu bekkingum reiðhjólahjálma
Til fjölda ára hefur Kiwanishreyfingin á Íslandi látið gott af sér leiða með þeim hætti að gefa yngstu þátttakendum í umferðinni reiðhjólahjálma. Það er jafnan gert með stuðningi Eimskipa. Kiwanisklúbbur Akraness kom færandi hendi í Grundaskóla síðastliðinn föstudag og fengu allir nemendur fyrsta bekkjar hjólahjálm að gjöf frá kiwanishreyfingunni. Að sögn Halldórs Fr Jónssonar klúbbfélaga verður sambærileg gjöf afhent í Brekkubæjarskóla á morgun. Klúbbfélagar eru auk þess búnir að afhenda fyrstu bekkingum í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit og Grunnskóla Borgarness sambærilega gjöf.