
Garðhúsgögnum breytt í Ludo spil
Ásbyrgi í Stykkishólmi er dagvinnustofa og atvinnutengd úrræði fólks með skerta starfsgetu. Ásbyrgi fékk nýverið borð og stóla gefins og ákveðið var að breyta aðeins til. Í stað þess að hafa þessi borð og stóla hefðbundin húsgögn var ákveðið með tilstyrk frá Slippfélaginu að breyta þeim í Ludo spil eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Verða þessi fyrrverandi garðhúsgögn sett út þegar vel viðrar í Stykkishólmi, þar sem gestir og gangandi geta sest niður og átt góða stund og spilað Ludo.