Fréttir
Elkem Ísland á Grundartanga. Ljósm. mm

Búast má við sjónmengun frá Elkem næstu daga

Vegfarendur, íbúar og starfsmenn í fyrirtækjum í grennd við Grundartanga mega búast við að sjá útblástur frá Elkem á Grundartanga í allt að tíu daga frá deginum í dag en endurbótum á ljósbogaofni í kísilmálmverksmiðju Elkem Ísland er lokið og áætlað að ofninn verði endurræstur í dag, þriðjudaginn 6. maí. Ekki er ástæða til að óttast útblásturinn en sjónmengun er fyrirséð. Þetta kemur fram á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.

Búast má við sjónmengun frá Elkem næstu daga - Skessuhorn