
Eyja Rún hlaut viðurkenningu
Framfarir, hollvinafélagi millivegalengda- og langhlaupara, hefur veitt hlaupurum viðurkenningar fyrir árið 2024. Aðalmarkmið félagsins er að vekja athygli á millivegalengda- og langhlaupum bæði sem íþróttagrein og tómstundagamni; efla unglingastarf og framfarir ungmenna og skapa samstöðu meðal hlaupara í lengri vegalengdum, jafnt þeirra sem stefna á alþjóðleg afrek og hinna sem stunda hlaup sér til skemmtunar og heilsubótar.