
Dæmi um nytjahjól.
Sérstakir styrkir veittir til kaupa á nytjahjólum
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að veita sérstaka styrki til kaupa á nytjahjólum (e. cargo bikes) í gegnum Loftslags- og orkusjóð. Styrkirnir geta numið allt að 200.000 krónum eða að hámarki þriðjungi af kaupverði hvers hjóls. Um er að ræða tímabundna aðgerð sem felur í sér skref í átt að fjölbreyttari og sjálfbærari ferðamátum.