
Nemendur að skoða líffærin. Ljósm. Brekkó
Blóð í Brekkó
Eitt af fjölmörgum skemmtilegum verkefnum sem hafa verið unnin í 9. bekk í vetur í Brekkubæjarskóla á Akranesi er krufning á svínslíffærum í tengslum við vinnu nemenda með mannslíkamann. Nemendur skoðuðu tungu, barka, vélinda, lungu, hjarta, nýru og lifur og unnu verkefni samhliða vinnunni.