Fréttir
Erling hefur smíðað yfir þrjátíu bátslíkön frá grunni. Ljósm. vaks

Gerði upp yfir sextíu ára gamlan árabát

Erling Markús Andersen er með verkstæði við Ægisbraut á Akranesi. Blaðamaður Skessuhorns kíkti við hjá honum fyrir helgi í smá heimsókn og spjall. Erling hefur verið að gera upp gamlan bát undanfarna rúma sex mánuði sem er að hans sögn norskur og yfir 60 ára gamall.