
Kristinn Óskar Sigmundsson forstöðumaður Íþróttamannvirkja í Borgarbyggð og Viktor Ingi Jakobsson verkefnastjóri upplýsinga- og kynningamála ásamt þeim Ívari Sturlusyni, Guðjóni Pétri Lýðssyni og Höskuldi Gunnlaugssyni, starfsmönnum Skjálausna. Ljósm. Borgarbyggð
Nýir upplýsingaskjáir í Íþróttamiðstöðinni komnir upp
Síðastliðinn föstudag voru settir upp fjórir nýir upplýsingaskjáir í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Skjáirnir eru liður í því að bæta þjónustu við íbúa og gesti sem sækja íþróttahúsið, hvort sem er til íþróttaiðkunar eða annarrar þjónustu.