Fréttir

Tveir ökumenn teknir á um 140 km hraða

Lögreglan á Vesturlandi hafði afskipti af 75 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í liðinni viku og þar af mældust tveir á rúmlega 140 km/klst. Tveir ökumenn eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og tveir um ölvunarakstur. Einnig voru tveir ökumenn stöðvaðir sem reyndust vera sviptir ökuréttindum og nokkrir voru kærðir fyrir að nota ekki bílbelti. Ein minniháttar líkamsárás var tilkynnt á Akranesi í liðinni viku og er málið til rannsóknar.