
Fulltrúar úr nýkjörinni stjórn og varastjórn sem mættir voru á stofnfundinn. F.v. Hraundís Guðmundsdóttir, Heiður Hörn Hjartardóttir, Eyrún Baldursdóttir, Jón Björn Blöndal, Guðbrandur Brynjúlfsson og Guðrún Sigurjónsdóttir. Ljósm. mm
Samtökin Sól til framtíðar formlega stofnuð
Stofnfundur nýrra náttúruverndarsamtaka fór fram á Hótel Vesturlandi í Borgarnesi síðdegis í gær. Hlutu þau nafnið Sól til framtíðar og er skilgreint starfssvæði þeirra Borgarförður norðan Skarðsheiðar, Mýrar og Hnappadalur að Haffjarðará. Á fundinn var boðið áhugafólki um málefnið og það hvatt til að gerast stofnaðilar. Um þrjátíu manns mættu á fundinn. Á honum flutti Andrés Skúlason verkefnisstjóri hjá Landvernd erindi og fjallaði í því um beislun vindorku og áskoranir sem tengjast starfi samtakanna.