
Kólnar verulega í kvöld og gul viðvörun fyrir morgundaginn
Seint í kvöld kólnar talsvert með suðvestanátt og lægð sem gengur yfir landið. Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir allt vestanvert landið og tekur hún gildi á miðnætti og gildir í sólarhring. Það gengur í suðvestan 8-15 m/s og slyddu eða -snjóél, einkum á fjallvegum, t.d. Hellisheiði, Holtavörðuheiði, Steingrímsfjarðarheiði og Öxnadalsheiði. Við vestanvert landið verður lítið skyggni í éljum, jafnvel krapi og hálkublettir og hvasst að auki og því æskilegt að bílar séu búnir til vetraraksturs.