Fréttir

Hvítárbændur mótmæla legu Holtavörðulínu 1

Á aðalfundi í Veiðifélagi Hvítár var samhljóða samþykkt ályktun varðandi fyrirhugaða lagningu Holtavörðulínu 1 um héraðið:
„Aðalfundur í Veiðifélaginu Hvítá, haldinn þann 29. apríl 2025, lýsir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar legu Holtavörðulínu 1 um Borgarfjörð og af neikvæðum áhrifum af línunni á félagssvæði Hvítár. Veiðifélagið bendir ríkinu sem eiganda Landsnets hf. á að nýta lönd ríkisins undir framkvæmdina og gæta þannig meðalhófs, enda eðlilegt í ljósi almannahagsmuna að ríkið leggi land undir framkvæmdina í stað þess að gengið sé á eignarlönd einstaklinga, enda gengur slíkt gegn meðalhófi og stefnu ríkisins um lagningu raflína að leggja ekki raflínuna stystu leið milli landshluta.

Hvítárbændur mótmæla legu Holtavörðulínu 1 - Skessuhorn