Fréttir
Mynd frá undirritun verksamnings. F.v. Guðjón Jónasson formaður mannvirkja- og framkvæmdanefndar, Kristján Garðarsson frá Andrúm arkitektum ehf., Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri og Hlynur Sigurdórsson verkefnastjóri framkvæmda og eigna. Ljósm. Hvalfjarðarsveit

Skrifað undir samning vegna nýs leikskólahúsnæðis

Hvalfjarðarsveit hefur skrifað undir samning við Andrúm arkitekta ehf. um arkitekta- og landslagshönnun vegna byggingar nýs leikskólahúsnæðis í Melahverfi. Helstu verkefni skv. samningnum eru gerð þarfagreiningar, hönnun á nýjum leikskóla ásamt frágangi lóðar auk gerð verklýsinga og kostnaðaráætlunar fyrir hvern verkþátt svo bjóða megi verkið út. Verklok ráðgjafa eru þegar lokaúttekt nýs leikskóla hefur farið fram og reyndarteikningar hafa verið lagðar inn til byggingarfulltrúa. Þetta kemur fram á vef Hvalfjarðarsveitar.

Skrifað undir samning vegna nýs leikskólahúsnæðis - Skessuhorn