Fréttir
Skipin komin til hafnar í Rifi. Ljósm. af

Hildur SH fékk veiðarfærin í skrúfuna

Nú rétt í þessu var Björg, björgunarskip Lífsbjargar í Snæfellsbæ, að koma til hafnar í Rifi með Hildi SH, skip Hraðfrystihúss Hellissands. Hildur var í morgun að veiðum vestur af Öndverðarnesi og fékk nótina í skrúfuna eftir að hafa fengið mjög stórt hal. Að sögn skipverja tókst að ná megninu af fiskinum um borð en skipið var ógangfært. Björgin fékk útkallsbeiðni um klukkan 11:40 í morgun og var hratt brugðist við. Heimsiglingin gekk vel. Kafarar eru nú komnir til Rifs og er þegar byrjað að skera úr skrúfunni.

Hildur SH fékk veiðarfærin í skrúfuna - Skessuhorn