Fréttir
Hlutfallslega mest fjölgun er nú að mælast í Grundarfirði. Hér er svipmynd frá Góðri stund í Grundarfirði. Ljósm. tfk

Íbúum fækkar í fjórum sveitarfélögum

Á Vesturlandi eru nú samkvæmt Þjóðskrá 18.516 íbúar skráðir með búsetu og hefur þeim fjölgað um 37 frá 1. desember síðastliðnum. Á Akranesi búa nú 8.494 og hefur íbúum fjölgað um 31 á síðustu sex mánuðum. Hlutfallslega mest fjölgun var þó í Grundarfirði þar sem íbúar eru nú 892 og hefur fjölgað um 23 á síðustu sex mánuðum. Íbúum Dalabyggðar fjölgaði um 12 og eru nú 675. Í Hvalfjarðarsveit fjölgaði um 6 íbúa en íbúafjöldi í Snæfellsbæ stóð í stað á tímabilinu. Á framangreindu tímabili varð fækkun í fjórum sveitarfélögum; Skorradalshreppi, Borgarbyggð, Sveitarfélaginu Stykkishólmi og Eyja- og Miklaholtshreppi, hlutfallslega mest í Skorradal þar sem nú er níu íbúum færri en voru á fullveldisdaginn.

Íbúum fækkar í fjórum sveitarfélögum - Skessuhorn