Fréttir
Grjótárvatn frá Rauðhálsum. Ljósm. Þórunn Reykdal

Jörð skalf undir Grjótárvatni snemma í morgun

Klukkan 06:17 í morgun varð skjálfti við Grjótárvatn á Mýrum og mældist hann 3,7 að stærð. Þetta er með stærstu skjálftum sem mælst hafa á svæðinu síðan virkni hófst á því árið 2021, en þriðjudaginn 15. apríl sl. varð jafn stór skjálfti á sama stað. Skjálftar á þessu svæði eru nokkuð djúpir, yfirleitt á um 15-20 km dýpi. Tveir smærri skjálftar urðu svo á svæðinu, báðir undir 2 stigum, klukkan 7 og 8 í morgun. Engin frekari skjálftavirkni hefur mælst eftir það.