
Leikmenn meistaraflokks kvennaliðs ÍA. Ljósm. vaks
ÍATV getur ekki lengur streymt leikjum kvennaliðs ÍA
Í tilkynningu frá stöðinni ÍATV sem sendir út margvíslega viðburði á YouTube kemur fram að hún mun ekki lengur geta streymt leikjum meistaraflokks kvenna hjá ÍA í knattspyrnu í beinni útsendingu eins og hefur verið gert með stolti síðan 2017. Sýningarrétturinn á leikjum hefur verið seldur af ÍTF til streymisveitunnar Livey.