Fréttir

true

Sumri fagnað með Skeifudegi

Sumardaginn fyrsta, 24. apríl næstkomandi, fer Skeifudagurinn að venju fram á Hvanneyri og Mið-Fossum. Grani, hestamannafélag nemenda við LbhÍ, heldur uppskeruhátíð búfræðinemenda sem stundað hafa hestamennskuáfanga við skólann í vetur, en félagið hefur verið starfrækt í 71 ár. Dagskráin er hefbundin og hefst kl 13 í reiðhöll hestamiðstöðvar LbhÍ á Mið-Fossum. Nemendur sýna afrakstur vetrarins…Lesa meira

true

Skipuleggja glerblásturshátíð á Hellissandi

Rætt við Louise Lang og samstarfskonur hennar sem eru að undirbúa nýja listahátíð á Hellissandi Hátíðin Glóandi Jökull fékk úthlutaðan styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands í janúar síðastliðnum en skipuleggjendur hátíðarinnar eru þær Louise Lang frá Þýskalandi, Fiona Byrne frá Írlandi og Laura Sonne Lund frá Danmörku. Um er að ræða listahátíð helgaða glerlist og mun…Lesa meira

true

Lokaárið í bili á vettvangi í Ólafsdal

Rætt við Birnu Lárusdóttur, fornleifafræðing um uppgraftarverkefnið í Ólafsdal Árið 2018 var gerð þriggja ára rannsóknaráætlun sem fól í sér uppgröft á skála og jarðhýsi í tungunni milli Ólafsdalsár og Hvarfsdalsár við Gilsfjörð. Sumarið 2018 hófst uppgröftur og var þá víkingaaldar bæjarstæði afhjúpað og var unnið við verkefnið til 2021. Sumarið 2022 hófust rannsóknir á…Lesa meira

true

Veðrið fram á sumar

Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður ágætt veður á Vesturlandi í dag, norðaustan 3-8 m/s, en norðvestan 5-10 í fyrstu. Bjartviðri en skýjað norðaustantil fram á kvöld. Hiti 3 til 10 stig að deginum, hlýjast sunnanlands. Breytileg átt 3-8 m/s og yfirleitt bjart á morgun, en skýjað og líkur á lítilsháttar vætu við suðvestur- og vesturströndina. Hiti…Lesa meira

true

Félagsskapurinn og löngunin til að æfa hefur fylgt krökkunum

Haraldur Ingólfsson er fimmfaldur Íslandsmeistari og fjögurra barna fótboltafaðir Akranes státar af því að hafa fóstrað margar af bestu knattspyrnukempum landsins. Íþróttin er djúpt ofin í menningarvef Akraness og hefur mótað líf ótal íbúa bæjarins. Gullaldarlið ÍA og síðan liðið á tíunda áratugnum áttu hug bæjarfélagsins allan, þar sem ófáum bikurum var hampað. Einn af…Lesa meira

true

Heimsmeistaramótið í ruslakarli fór fram í Grundarfirði

Það var líf og fjör á gamla netaverkstæði G.Run hf í Grundarfirði á miðvikudagskvöld í liðinni viku. Þá fór fram heimsmeistaramótið í ruslakarli þar sem tuttugu sterkustu spilarar í heimi voru mættir til að etja kappi þangað til einn stæði uppi sem sigurvegari. Unnsteinn Guðmundsson var handhafi heimsmeistaratitilsins síðan 2001 en hefur oft verið sakaður…Lesa meira

true

Grunnskóli Snæfellsbæjar símalaus skóli í þrjú ár

Rætt við Hilmar Má Arason skólastjóra Þann 1. apríl síðastliðinn voru þrjú ár liðin frá því tekin var sú ákvörðun í samráði við nemendur að gera Grunnskóla Snæfellsbæjar að símalausum skóla. Fram að því hafði verið einn símalaus dagur í viku sem hafði gengið nokkuð vel. Fram kemur á vef skólans að hugmyndin að símalausum…Lesa meira

true

Gáfu efni og vinnu í Nýrækt

Fyrirtækið BB og Synir í Stykkishólmi gaf sveitarfélaginu og Skógræktarfélagi Stykkishólms á dögunum efni og vinnu við jarðvegsframkvæmdir í Nýrækt. Þar undirbjó fyrirtækið fyrir komu húseininga sem sveitarfélagið festi kaup á fyrir skemmstu og mun flytja í Nýræktina á næstunni. Fram kemur á vef sveitarfélagsins að vinnan hafi falist í því að grafa og jarðvegsskipta…Lesa meira

true

78 snúningar á Sögulofti

Í dag þykir sjálfsagt að geta notið góðra hljóðritana á tónlist í miklum gæðum. Slíkur munaður á sér þó ekki langa sögu hér á landi eins og kom fram hjá félögunum Trausta Jónssyni og Inga Garðari Erlendssyni í gærkvöldi í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Þar fóru þeir yfir sögu 78 snúninga plötunnar á Íslandi, en segja…Lesa meira

true

Í leit að sumarblómum

Ræktunarstöðin Miðvogi er staðsett við gamla þjóðveginn hægra megin rétt fyrir ofan útivistarsvæði hunda á Akranesi og er Jón Þórir Guðmundsson garðyrkjufræðingur eigandi stöðvarinnar. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn til hans í blíðskaparviðri í lok síðustu viku til að athuga hvort einhver sumarblóm væri að sjá. Að sögn Jóns Þóris er ekki mikið af blómum…Lesa meira