
Jón Þórir með kirsuberjatré í blóma. Ljósm. vaks
Í leit að sumarblómum
Ræktunarstöðin Miðvogi er staðsett við gamla þjóðveginn hægra megin rétt fyrir ofan útivistarsvæði hunda á Akranesi og er Jón Þórir Guðmundsson garðyrkjufræðingur eigandi stöðvarinnar. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn til hans í blíðskaparviðri í lok síðustu viku til að athuga hvort einhver sumarblóm væri að sjá.