Fréttir

true

Vægi ferðaþjónustu er afar misjafnt milli sveitarfélaga

Mikill munur er á vægi ferðaþjónustu eftir sveitarfélögum, eða allt frá því að bera uppi um 1% útsvarstekna þeirra í rúmlega 50% og trónir Mýrdalshreppur þar á toppnum. Meirihluti tekna sveitarfélaga eru eins og kunnugt er útsvarstekjur. Þrjú sveitarfélög á Vesturlandi eru meðal 20 efstu sveitarfélaga að þessu leyti en það eru Eyja- og Miklaholtshreppur,…Lesa meira

true

Norðurál tryggir raforkukaup

ON Power, dótturfélag Orku náttúrunnar, og Norðurál á Grundartanga hafa skrifað undir nýjan samning um afhendingu á 150 megavöttum af raforku frá ON til allt að fimm ára. Samningurinn tekur við af eldri samningi milli sömu aðila. Nýr samningur mun renna út í skrefum til og með 31. mars 2032. Í tilkynningu segir að samningurinn…Lesa meira

true

Þyrlusamningur fyrir átta milljarða til sjö ára

Stjórnvöld hafa gengið frá sjö ára samningi við núverandi leigusala um áframhaldandi leigu á þremur þyrlum fyrir Landhelgisgæslu Íslands. „Nýr leigusamningur fyrir björgunarþyrlur Landhelgisgæslu Íslands er ákaflega þýðingarmikill en með honum er viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar til leitar- og björgunar tryggð innan íslensku efnahagslögsögunnar næstu sjö árin hið minnsta. Þyrlurnar hafa gegnt lykilhlutverki við leit og björgun,…Lesa meira

true

Fjárfestingastuðningur í landbúnaði verður 5-6 prósent á þessu ári

Atvinnuvegaráðuneytið hefur lokið yfirferð umsókna um fjárfestingastuðning í nautgriparækt og sauðfjárrækt vegna framkvæmda á árinu 2025. Fjárfestingastuðningur er sem kunnugt er veittur vegna framkvæmda sem stuðla að hagkvæmari búskaparháttum, bættum aðbúnaði gripa og aukinni umhverfisvernd. Hægt er að sækja um stuðning til sömu framkvæmdar í allt að þrjú ár samfleytt. Fyrir fjárfestingastuðning í nautgriparækt barst…Lesa meira

true

Vinnumálastofnun hefur sagt upp forstöðumönnum á Vesturlandi og Vestfjörðum

Vinnumálastofnun hefur ráðist í skipulagsbreytingar á þjónustusviði stofnunarinnar sem snerta okkar landshluta. Forstöðumönnum stofnunarinnar á Vesturlandi og Vestfjörðum var sagt upp fyrir 1. apríl síðastliðinn. Ein staða forstöðumanns verður búin til yfir báðar þjónustuskrifstofurnar og hefur starfið verið auglýst með umsóknarfresti til 30. apríl nk. „Báðar þjónustuskrifstofurnar munu því heyra undir einn stjórnanda en starfsstöð…Lesa meira

true

Elsa Lára ráðin skólastjóri Brekkubæjarskóla á Akranesi

Starf skólastjóra Brekkubæjarskóla var í mars síðastliðnum auglýst laust til umsóknar. Sjö umsóknir bárust en einn dró umsókn sína til baka. Eftir yfirferð umsókna og viðtöl ákvað sérstök hæfnisnefnd að ráða Elsu Láru Arnardóttur í starfið. Elsa Lára er með B.ed. í grunnskólakennarafræðum frá KÍ með áherslu á íslensku og upplýsingatækni. Auk þess er hún…Lesa meira

true

Glæsileg stórsýning vestlenskra hestamanna

Stórsýning vestlenskra hestamanna fór fram í Faxaborg í Borgarnesi 12. apríl síðastliðinn.  Nokkur ár eru síðan síðast var reiðhallarsýning í Faxaborg og var greinilegt að fólk kunni vel að meta þetta framtak og fjölmennti á pallana. Það var stjórn Vesturlandadeildarinnar sem sá um sýninguna og var það samdóma álit áhorfenda og knapa að sýningin hafi…Lesa meira

true

Grænlensk kóraveisla með íslensku ívafi

Karlakórinn Saqqarsik frá Qaqortoq á Grænlandi er væntanlegur í vinaheimsókn til Íslands dagana 22.-24. apríl. Qaqortoq er vinabær Akraness og má því segja að kórinn sé að koma í opinbera heimsókn þar sem hann mun halda tónleika í Vinaminni, Safnaðarheimili Akraneskirkju föstudaginn 25. apríl kl. 19.30 eftir móttöku í boði bæjarstjórnar. Þar koma einnig fram…Lesa meira

true

Gleðilega páska

Í dag er páskadagur og Skessuhorn sendir góðar óskir til lesenda af því tilefni. Í Sögu daganna eftir Árna Björnsson kemur fram að heiti hátíðarinnar sé hebreskt að uppruna. Ekki er mikið um þjóðtrú tengda páskum  á Íslandi, en þó þykir gott að leita óskasteins á páskadagsmorgun því þá sofa tröll og óargadýr. Páskaegg eru…Lesa meira

true

Styttist í að pota megi útsæðinu niður

„Það má kallast þjóðlegasti siður, þetta að pota útsæðinu niður, úti í garði, undir morgunsól,“ sungu Lúdó og Stefán hér um árið. Með hækkandi sól eru áhugasömustu kartöfluræktendur þessa lands nú að hefja vorverkin; huga að útsæðinu, stinga eða tæta upp garðinn og gera klárt til að setja niður eftir nokkrar vikur. Nú háttar svo…Lesa meira