Fréttir
Skrifstofa Vinnumálastofnunar á Vesturlandi er nú að Smiðjuvöllum 28 á Akranesi en á Ísafirði er hún við Árnagötu 2-4.

Vinnumálastofnun hefur sagt upp forstöðumönnum á Vesturlandi og Vestfjörðum

Vinnumálastofnun hefur ráðist í skipulagsbreytingar á þjónustusviði stofnunarinnar sem snerta okkar landshluta. Forstöðumönnum stofnunarinnar á Vesturlandi og Vestfjörðum var sagt upp fyrir 1. apríl síðastliðinn. Ein staða forstöðumanns verður búin til yfir báðar þjónustuskrifstofurnar og hefur starfið verið auglýst með umsóknarfresti til 30. apríl nk. „Báðar þjónustuskrifstofurnar munu því heyra undir einn stjórnanda en starfsstöð forstöðumanns er ekki ákveðin heldur getur verið á báðum stöðum,“ segir í skriflegu svari frá Margréti Lind Ólafsdóttur kynningarstjóra Vinnumálastofnunar eftir ítrekaða fyrirspurn frá Skessuhorni.