
Elsa Lára Arnardóttir. Ljósm. úr safni/mm
Elsa Lára ráðin skólastjóri Brekkubæjarskóla á Akranesi
Starf skólastjóra Brekkubæjarskóla var í mars síðastliðnum auglýst laust til umsóknar. Sjö umsóknir bárust en einn dró umsókn sína til baka. Eftir yfirferð umsókna og viðtöl ákvað sérstök hæfnisnefnd að ráða Elsu Láru Arnardóttur í starfið. Elsa Lára er með B.ed. í grunnskólakennarafræðum frá KÍ með áherslu á íslensku og upplýsingatækni. Auk þess er hún með MLM gráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst með áherslu á verkefnastjórnun og mannauðsstjórnun.