Fréttir
Fjeldsted ættin var með flotta sýningu. Texti og myndir: iss

Glæsileg stórsýning vestlenskra hestamanna

Stórsýning vestlenskra hestamanna fór fram í Faxaborg í Borgarnesi 12. apríl síðastliðinn.  Nokkur ár eru síðan síðast var reiðhallarsýning í Faxaborg og var greinilegt að fólk kunni vel að meta þetta framtak og fjölmennti á pallana. Það var stjórn Vesturlandadeildarinnar sem sá um sýninguna og var það samdóma álit áhorfenda og knapa að sýningin hafi heppnast einstaklega vel. Meðal atriða voru börn og unglingar af Vesturlandi, vel æft atriði frá nemendum á Hvanneyri, ræktunarbú sýndu og skeiðhross fóru í gegnum höllin. Stjórn Vesturlandsdeildarinnar verðlaunaði svo efstu knapa og lið deildarinnar.