Fréttir
Á myndinni eru Sigrún Helgadóttir framkvæmdastjóri Norðuráls Grundartanga, Jesse Gary, forstjóri Century Aluminum móðurfélags Norðuráls, Árni Hrannar Haraldsson framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar og Gunnar Guðlaugsson forstjóri Norðuráls. Ljósm. aðsend

Norðurál tryggir raforkukaup

ON Power, dótturfélag Orku náttúrunnar, og Norðurál á Grundartanga hafa skrifað undir nýjan samning um afhendingu á 150 megavöttum af raforku frá ON til allt að fimm ára. Samningurinn tekur við af eldri samningi milli sömu aðila. Nýr samningur mun renna út í skrefum til og með 31. mars 2032. Í tilkynningu segir að samningurinn sé liður í því að tryggja raforku fyrir eina umhverfisvænustu álframleiðslu sem völ er á. 

Norðurál tryggir raforkukaup - Skessuhorn