
Svipmynd innan úr nýrri fjósbyggingu á Helgavatni í Þverárhlíð. Ljósm. vd
Fjárfestingastuðningur í landbúnaði verður 5-6 prósent á þessu ári
Atvinnuvegaráðuneytið hefur lokið yfirferð umsókna um fjárfestingastuðning í nautgriparækt og sauðfjárrækt vegna framkvæmda á árinu 2025. Fjárfestingastuðningur er sem kunnugt er veittur vegna framkvæmda sem stuðla að hagkvæmari búskaparháttum, bættum aðbúnaði gripa og aukinni umhverfisvernd. Hægt er að sækja um stuðning til sömu framkvæmdar í allt að þrjú ár samfleytt.