Fréttir

true

Leikskólabörn sungu með Bínupabba

Þessa dagana stendur yfir sýning á myndum af Bínu bálreiðu í Galleríi Bjarna Þórs á Akranesi. Sýningin er hluti af menningarhátíðinni Vökudögum sem nú stendur sem hæst. Bína er hugarfóstur þeirra Ásthildar Bj. Snorradóttur talmeinafræðings og Bjarna Þórs Bjarnasonar myndlistarmanns. Nú nýverið kom út fjórða bók þeirra um Bínu sem nú fór í sveit. Áður…Lesa meira

true

Brot á umferðarlögum að fara á vanbúnum bílum í ófærð

Miklum snjó kyngdi niður um suðvestanvert landið í gær, þriðjudaginn 28. október. Úrkomumet féll í Reykjavík í þessum mánuði. Margsinnis var búið að vara við því í fjölmiðlum að mikil úrkoma myndi falla og að færð gæti spillst. Það breytti þó ekki því að þúsundir ökumanna á höfuðborgarsvæðinu héldu á vanbúnum bílum út í umferðina.…Lesa meira

true

Undirbúningur Galtarhafnar á sér langan aðdraganda

Það kom mörgum í opna skjöldu þegar sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar kynnti fyrr á þessu ári tilllögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins á þann veg að í landi jarðarinnar Galtarlækjar myndi með tíð og tíma hefjast uppbygging á athafna- og hafnarsvæði. Einkum er þar fyrirhuguð þjónusta við hafnsækna starfsemi og má þar nefna flutningaskip og skemmtiferðaskip ásamt…Lesa meira

true

Norðurljósadans þegar hætti að snjóa

Eftir snjókomu fyrri partinn í gær birti til um vestanvert landið. Um kvöldið var svo víða hægt að njóta norðurljósanna. Dagur Már, 15 ára Skagastrákur, sendi Skessuhorni þessa mynd. Hún var tekin við Byggðasafnið í Görðum á Akranesi á ellefta tímanum í gærkveldi.Lesa meira

true

Lýðveldisárgangurinn frá Akranesi í þinghúsinu

Skessuhorni var send meðfylgjandi mynd. Hún er að vísu ekki alveg ný, en sýnir hóp Skagafólks sem fætt var á því herrans ári 1944. Í fyrrasumar fóru þau í menningarferð og fengu meðal annars að skoða Alþingishúsið við Austurvöll þar sem myndin er tekin. Hópurinn hittist að jafnaði einu sinni á ári.Lesa meira

true

Pétur Snær varði Íslandsmeistaratitilinn í rúningi

Íslandsmeistaramótið í rúningi fór fram á haustfagnaði FSD laugardaginn 25. október í reiðhöllinni í Búðardal. Mótinu lýsti Guðmundur Hallgrímsson sem hefur í gegnum tíðina leiðbeint mörgum við rúning en yfirdómari var Julio Cesar Guiterrez bóndi á Hávarsstöðum í Hvalfjarðarsveit, en hann var fyrsti Íslandsmeistarinn í rúningi árið 2008 og varði titilinn tvö ár þar á…Lesa meira

true

Grundarfjarðarbær rýmkaði greiðslur vegna kvennaverkfalls

Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar ákvað á fundi sínum í gær að konur úr hópi bæjarstarfsmanna sem tóku þátt í kvennaverkfalli  2025 í Grundarfirði fái greidd laun allan daginn. Þetta er talsverð rýmkun frá því sem bæjarfélagið hafði upphaflega ákveðið. Forsaga málsins er sú að eftir að tilkynnt var um fyrirhugað kvennaverkfall beindi Grundarfjarðarbær þeim tilmælum til forstöðumanna…Lesa meira

true

Borgarbyggð afhenti umhverfisviðurkenningar

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar veitti í morgun árleg verðlaun fyrir snyrtilegar eignir í sveitarfélaginu. Þá var á sama tíma veitt samfélagsviðurkenning og sérstök viðurkenning að auki. Verðlaunað er fyrir snyrtilegt umhverfi íbúðarhúss í þéttbýli, snyrtilegustu bújörðina og fyrirtækið. Það var Sigrún Ólafsdóttir formaður nefndarinnar sem kynnti niðurstöðuna. Fyrirkomulagi er sem fyrr þannig að kallað er…Lesa meira

true

Fólk fari varlega í brattlendi vegna snjóflóðahættu

Talsverð snjókoma hefur verið á suðvesturhorni landsins og áfram er spáð mikilli snjókomu í dag. „Svæðisbundin snjóflóðaspá hefur verið uppfærð í appelsínugulan, sem þýðir töluverð hætta á snjóflóðum. Mikil óvissa hefur verið í veðurspám undanfarinn sólarhring, bæði hvað varðar tímasetningar og úrkomumagn. Nýjustu spár gera ráð fyrir mikilli úrkomu í kringum höfuðborgarsvæðið seinnipartinn og fram…Lesa meira

true

Viðbúnaðarstig fært upp í appelsínugult

Veðurstofan hefur hækkað viðbúnaðarstig vegna snjókomu og skafrennings um allt suðvestanvert landið í dag. Á spásvæðinu við Faxaflóa tekur appelsínugul viðvörun gildi klukkan 14 í dag og varir til miðnættis. “Það verður norðan 10-15 m/s og líkur á mikilli snjókomu og skafrenningi. Búast má við talsverðum samgöngutruflunum, einkum sunnantil á svæðinu. Fólk er hvatt til…Lesa meira