Fréttir

Viðbúnaðarstig fært upp í appelsínugult

Veðurstofan hefur hækkað viðbúnaðarstig vegna snjókomu og skafrennings um allt suðvestanvert landið í dag. Á spásvæðinu við Faxaflóa tekur appelsínugul viðvörun gildi klukkan 14 í dag og varir til miðnættis. “Það verður norðan 10-15 m/s og líkur á mikilli snjókomu og skafrenningi. Búast má við talsverðum samgöngutruflunum, einkum sunnantil á svæðinu. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og fylgjast með veðurspám.”

Viðbúnaðarstig fært upp í appelsínugult - Skessuhorn