Fréttir

Norðurljósadans þegar hætti að snjóa

Eftir snjókomu fyrri partinn í gær birti til um vestanvert landið. Um kvöldið var svo víða hægt að njóta norðurljósanna. Dagur Már, 15 ára Skagastrákur, sendi Skessuhorni þessa mynd. Hún var tekin við Byggðasafnið í Görðum á Akranesi á ellefta tímanum í gærkveldi.