Fréttir

Fólk fari varlega í brattlendi vegna snjóflóðahættu

Talsverð snjókoma hefur verið á suðvesturhorni landsins og áfram er spáð mikilli snjókomu í dag. „Svæðisbundin snjóflóðaspá hefur verið uppfærð í appelsínugulan, sem þýðir töluverð hætta á snjóflóðum. Mikil óvissa hefur verið í veðurspám undanfarinn sólarhring, bæði hvað varðar tímasetningar og úrkomumagn. Nýjustu spár gera ráð fyrir mikilli úrkomu í kringum höfuðborgarsvæðið seinnipartinn og fram á nótt. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar minnir fólk á að fara varlega nálægt bröttum brekkum, hvort sem er fótgangandi, á skíðum eða börn að leik í hlíðum,“ segir í tilkynningu.

Nánar á síðu snjóflóðavaktar Veðurstofunnar https://blog.vedur.is/ofanflod/

Fólk fari varlega í brattlendi vegna snjóflóðahættu - Skessuhorn