
Listmálarinn og tónlistarmaðurinn Bjarni Þór syngur með kór leikskólabarna. Ljósm. hj
Leikskólabörn sungu með Bínupabba
Þessa dagana stendur yfir sýning á myndum af Bínu bálreiðu í Galleríi Bjarna Þórs á Akranesi. Sýningin er hluti af menningarhátíðinni Vökudögum sem nú stendur sem hæst. Bína er hugarfóstur þeirra Ásthildar Bj. Snorradóttur talmeinafræðings og Bjarna Þórs Bjarnasonar myndlistarmanns. Nú nýverið kom út fjórða bók þeirra um Bínu sem nú fór í sveit. Áður hafa komið út bækurnar Bína bálreiða, Bína fer í leikskóla og Bína lærir orð. Það eru einmitt myndir um Bínu þegar hún var bálreið sem eru á áðurnefndri sem nú stendur yfir.