
Snör og fumlaus handtök Péturs Snæs við rúninginn skiluðu honum meistaratitlinum að nýju. Ljósm. sla
Pétur Snær varði Íslandsmeistaratitilinn í rúningi
Íslandsmeistaramótið í rúningi fór fram á haustfagnaði FSD laugardaginn 25. október í reiðhöllinni í Búðardal. Mótinu lýsti Guðmundur Hallgrímsson sem hefur í gegnum tíðina leiðbeint mörgum við rúning en yfirdómari var Julio Cesar Guiterrez bóndi á Hávarsstöðum í Hvalfjarðarsveit, en hann var fyrsti Íslandsmeistarinn í rúningi árið 2008 og varði titilinn tvö ár þar á eftir.