Fréttir

true

Smellur frumsýndur í Grundaskóla á sunnudaginn

Söngleikurinn Smellur er í anda 9. áratugarins, þar sem herðapúðar, blásið hár, andlitsfarði, mixteip og margt annað lummó ræður ríkjum. Sagan hefur því að geyma margar skemmtilegar og litríkar persónur, hraða atburðarás, kraftmikla tónlist og dans, sem allt blandast saman í skemmtilegan og litríkan hrærigraut. Tíundi bekkur í Grundaskóla frumsýnir Smell sunnudaginn 2. nóvember næstkomandi…Lesa meira

true

Finnbogi Laxdal bestur og Tómas Týr efnilegastur

Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson var valinn besti leikmaður Knattspyrnufélags Kára og Tómas Týr Tómasson efnilegasti leikmaður félagsins. Þetta var tilkynnt á sameiginlegu lokahófi Kára og ÍA sem haldið var á laugardagskvöldið. Jafnframt fékk markahæsti leikmaður Kára í sumar, Matthías Gunnarsson, verðlaun fyrir sína frammistöðu.Lesa meira

true

Viktor og Óli Grétar hirtu gullið

Þriggja kvölda hausttvímenningi Bridgefélags Borgarfjarðar lauk í gærkvöldi. Þetta var þriggja kvölda keppni þar sem tvö bestu skorin giltu til verðlauna. Það skipti engum togum að Skagamennirnir í hópnum, þeir Ólafur Grétar Ólafsson og Viktor Björnsson, sigruðu örugglega með ríflega 60% skori. Í öðru sæti urðu Eyjólfur Kristinn Örnólfsson og Lárus Pétursson og þriðju Gylfi…Lesa meira

true

Síðasta skemmtiferðaskip ársins lagðist að bryggju í morgun

Skemmtiferðaskipið Vasco da Gama skreið inn Grundarfjörð í myrkrinu í morgun. Skipið lagðist að bryggju og eftir að landfestar voru tryggðar fóru farþegar að streyma í land. Skipið er í 18 daga siglingu sem hófst í Kiel 20. október og lýkur í Hamburg 7. nóvember. Skipið kemur við í sex höfnum umhverfis Ísland og er…Lesa meira

true

Erla Karitas og Rúnar Már bestu leikmenn ÍA

Stuðningsmenn ÍA í knattspyrnu völdu Erlu Karitas Jóhannesdóttur og Rúnar Má Sigurjónsson bestu leikmenn félagsins í meistaraflokkum kvenna og karla í knattspyrnu. Verðlaunin voru afhent á lokahófi meistaraflokkanna sem haldið var á laugardagkvöldið. Knattspyrnufélag ÍA valdi Völu María Sturludóttur sem efnilegasta leikmann meistaraflokks kvenna og Elizabeth Bueckers var valin besti leikmaðurinn. Efnilegasti leikmaður meistaraflokks kvenna…Lesa meira

true

Snjó mun kyngja niður í dag

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna snjókomu suðvestanlands. Gildir hún frá klukkan 14 í dag á spásvæðinu við Faxaflóa – og þangað til í fyrramálið. „Það verður snjókoma eða slydda, staðbundið talsverð eða mikil úrkoma með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum sunnantil á svæðinu.“ Vegagerðin bendir á í tilkynningu sem var að berast…Lesa meira

true

Íslandsmótið í 5. deild fór fram um helgina

Það var mikið um að vera í íþróttahúsunum í Grundarfirði og í Snæfellsbæ um helgina. Þá fór fram fyrsta mótshelgin í 5. deild kvenna í blaki. Alls eru mótshelgarnar þrjár og verður næsta mótshelgi í Mosfellsbæ í janúar og svo í Kópavogi í mars. Þetta var í fyrsta skiptið sem Ungmennafélag Grundarfjarðar heldur svona mót…Lesa meira

true

Prjónahelgi í Stykkishólmi fær gest frá Danmörku

Örverslun með „Einrúm“ garn verður opin fyrir alla sunnudaginn 2. nóvember í Stykkishólmi. Í tilkynningu kemur fram að dagana 31. október til 2. nóvember verður haldin prjónahelgi í Sjávarborg í Stykkishólmi. „Þetta er í þriðja sinn sem prjónarar koma saman í Hólminum til að njóta samveru í einstöku umhverfi. Í ár verður Kristín Brynja í…Lesa meira

true

Fyrstu sporin tekin í Eyrbyggjusögurefil á Snæfellsnesi

Árið 2021 var komið á fót félagi í Helgafellssveit á Snæfellsnesi um miðlun Eyrbyggju –  Sögu Þórsnesinga, Eyrbyggja og Álftfirðinga sem er héraðssaga Snæfellsness og gerist sagan um allt nesið eins og örnefnin vitna ríkulega um. Félagið hefur sett á fót ýmis verkefni á undanförnum árum m.a. Eyrbyggjusögunámskeið með Torfa H. Tulinius prófessor í miðaldabókmenntum…Lesa meira

true

Nes fasteignasala mun selja Hús kynslóðanna

Stjórn Brákarhlíðar hefur ákveðið að ganga til samninga við Nes fasteignasölu um að annast sölu íbúða í Húsi kynslóðanna sem nú er í byggingu við Borgarbraut 63 í Borgarnesi. Eins og kunnugt er munu á neðstu hæð hússins verða nemendagarðar frá Menntaskóla Borgarfjarðar, en á efri hæðum hússins verða alls 12 íbúðir í tveimur stærðum…Lesa meira