
Finnbogi Laxdal ásamt Sveinbirni Geir Hlöðverssyni formanni Knattspyrnufélags Kára. Ljósm. Jón Gautur
Finnbogi Laxdal bestur og Tómas Týr efnilegastur
Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson var valinn besti leikmaður Knattspyrnufélags Kára og Tómas Týr Tómasson efnilegasti leikmaður félagsins. Þetta var tilkynnt á sameiginlegu lokahófi Kára og ÍA sem haldið var á laugardagskvöldið. Jafnframt fékk markahæsti leikmaður Kára í sumar, Matthías Gunnarsson, verðlaun fyrir sína frammistöðu.