
Hægur vindur og snjór á Akranesi. Myndin er tekin út um gættina á ritstjórnarskrifstofu Skessuhorns.
Snjó mun kyngja niður í dag
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna snjókomu suðvestanlands. Gildir hún frá klukkan 14 í dag á spásvæðinu við Faxaflóa - og þangað til í fyrramálið. „Það verður snjókoma eða slydda, staðbundið talsverð eða mikil úrkoma með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum sunnantil á svæðinu.“ Vegagerðin bendir á í tilkynningu sem var að berast að á Reykjanesbraut og Suðurnesjum bætir til muna í snjókomu eftir hádegi. Kyngja mun niður snjó í hita við frostmark og skyggni á köflum mjög lítið. Vindur hins vegar fremur hægur. Dregur ekki úr fyrr en í kvöld. Annars snjóar meira og minna áfram suðvestanlands, allt frá Borgarfirði og austur í Mýrdal.
