
Erla Karitas og Rúnar Már með verðlaun sín. Ljósm. Jón Gautur
Erla Karitas og Rúnar Már bestu leikmenn ÍA
Stuðningsmenn ÍA í knattspyrnu völdu Erlu Karitas Jóhannesdóttur og Rúnar Má Sigurjónsson bestu leikmenn félagsins í meistaraflokkum kvenna og karla í knattspyrnu. Verðlaunin voru afhent á lokahófi meistaraflokkanna sem haldið var á laugardagkvöldið. Knattspyrnufélag ÍA valdi Völu María Sturludóttur sem efnilegasta leikmann meistaraflokks kvenna og Elizabeth Bueckers var valin besti leikmaðurinn. Efnilegasti leikmaður meistaraflokks kvenna var valinn Haukur Andri Haraldsson og besti leikmaðurinn Jón Gísli Eyland Gíslason.