
Séð yfir Grundarfjörð í morgunbirtunni á þessum fallega októbermorgni. Ljósmyndir: tfk
Síðasta skemmtiferðaskip ársins lagðist að bryggju í morgun
Skemmtiferðaskipið Vasco da Gama skreið inn Grundarfjörð í myrkrinu í morgun. Skipið lagðist að bryggju og eftir að landfestar voru tryggðar fóru farþegar að streyma í land. Skipið er í 18 daga siglingu sem hófst í Kiel 20. október og lýkur í Hamburg 7. nóvember. Skipið kemur við í sex höfnum umhverfis Ísland og er þetta fyrsta og eina heimsókn skipsins til Grundarfjarðar þetta árið. Vasco da Gama er 219 metrar að lengd og 31 meter að breidd. Farþegafjöldi er allt að tólfhundruð manns.