
UMFG teflir fram tveimur liðum í Íslandsmótinu en A-liðið spilar í 1. deild á meðan B-liðið spilar í 5. deild. Ljósmyndir: tfk
Íslandsmótið í 5. deild fór fram um helgina
Það var mikið um að vera í íþróttahúsunum í Grundarfirði og í Snæfellsbæ um helgina. Þá fór fram fyrsta mótshelgin í 5. deild kvenna í blaki. Alls eru mótshelgarnar þrjár og verður næsta mótshelgi í Mosfellsbæ í janúar og svo í Kópavogi í mars. Þetta var í fyrsta skiptið sem Ungmennafélag Grundarfjarðar heldur svona mót og tókst það vel til. Margir sjálfboðaliðar sem lögðu hönd á plóg við að baka, útvega samlokugrill, gera súpu og margt fleira. Keppt var í íþróttahúsinu í Grundarfirði á föstudeginum og á sunnudeginum. Á laugardeginum var keppt í íþróttahúsinu í Snæfellsbæ. Allt fór vel fram og var ekki annað að sjá en að keppendur og áhorfendur hafi skemmt sér vel.