
Viktor og Óli Grétar hirtu gullið
Þriggja kvölda hausttvímenningi Bridgefélags Borgarfjarðar lauk í gærkvöldi. Þetta var þriggja kvölda keppni þar sem tvö bestu skorin giltu til verðlauna. Það skipti engum togum að Skagamennirnir í hópnum, þeir Ólafur Grétar Ólafsson og Viktor Björnsson, sigruðu örugglega með ríflega 60% skori. Í öðru sæti urðu Eyjólfur Kristinn Örnólfsson og Lárus Pétursson og þriðju Gylfi Sveinsson og Magnús Magnússon.