Fréttir

true

Rekstrarafkoma talsvert betri en áætlað var

Rekstrarafkoma A og B hluta Hvalfjarðarsveitar fyrstu átta mánuði ársins var nánast tvöfalt betri en fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir. Þetta kom fram á fundi sveitarstjórnar í gær. Samtals voru tekjur sveitarfélagsins tæplega 1.301 milljón króna á tímabilinu janúar-ágúst eða um 5% hærri en áætlað var þrátt fyrir að framlög Jöfnunarsjóðs hafi verið 14% lægri…Lesa meira

true

Heimafólk í FVA bar sigur úr býtum í West Side 2025

Hin árlega West Side keppni nemenda framhaldsskólanna á Vesturlandi var haldin 14. október síðastliðinn á Akranesi. Keppt var í fótbolta, körfubolta, bandý, blaki og að spurningakeppni. Leikar fóru þannig að heimafólk í Fjölbrautaskóla Vesturlands bar sigur úr býtum eftir líflega og skemmtilega keppni. Dagurinn endaði á West Side balli í FVA þar sem Stuðlabandið spilaði.…Lesa meira

true

Spurt var – Trúir þú á álfasögur?

Málþing um álfa og huldufólk var haldið í Borgarnesi í byrjun mánaðar Heiður Hörn Hjartardóttir, ferðaþjónustubóndi á Bjargi í Borgarnesi var alin upp við að ef hlutir hyrfu af heimilinu þá hefðu álfar eða huldufólk fengið þá að láni. Amma hennar, Aðalheiður Jónsdóttir, sagði gjarnan sem dæmi, ef hnífur eða eitthvað annað hvarf, að huldufólkið…Lesa meira

true

Snæfellsbær lengir líftíma lóðarleigusamninga eldri byggðar

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur samþykkt tillögu Kristins Jónassonar bæjarstjóra að gefa tæknideild Snæfellsbæjar heimild til að gera lóðarleigusamninga til sjö ára, í þeim tilvikum sem tæknideild metur það skynsamlegt, vegna þeirra fasteigna í Snæfellsbæ sem standa á svæðum þar sem um víkjandi byggð er að ræða samkvæmt aðal- og deiliskipulagi. Í samtali við Skessuhorn segir Kristinn…Lesa meira

true

Leirbrennsla í timburkolum í Garðalundi

Anna Leif Auðar Elídóttir kennari við Grundaskóla á Akranesi fór óhefðbundna leið í kennslu síðastliðinn miðvikudag. Hún kennir valáfanga fyrir elstu nemendur skólans sem kallast Leir. Þar er eins og nafnið bendir til unnið með leir og hlutirnir brenndir, oftast í ofni heima í handavinnustofu. Anna Leif fór til Danmerkur í sumar og sótti þar…Lesa meira

true

Lambhrútasýningar á Vesturlandi haustið 2025 – Fyrsti hluti

Undanfarin tvö haust hefur Skessuhorn birt frásagnir mínar af yfirlitssýningum lambhrúta víða á Vesturlandi. Sauðkindin á marga áhangendur og hafa þessi skrif vakið áhuga einhverra lesenda og feta ég því enn sömu slóð. Íslensk bændamenning hefur lifað með þjóðinni frá því að hafið var að skrifa frásagnir á kálfskinn fyrir mörgum öldum. Einn þáttur hennar…Lesa meira

true

Endurbyggðu stöðvarhús virkjunar í Húsafelli

Undanfarið ár hefur Bergþór Kristleifsson og hans fólk í Húsafelli í Borgarfirði unnið við endurgerð næstelstu virkjunarinnar á staðnum, Kiðárvirkjunar 1, en virkjanir á jörðinni eru alls fjórar. Virkjanasaga Húsafellsbænda teygir sig tæplega áttatíu ár aftur í tímann og alls hafa fjórir ættliðir bænda þar komið að framkvæmdum. Fyrstu virkjunina, Stuttárvirkjun, byggði Þorsteinn Þorsteinsson bóndi…Lesa meira

true

Fyrirspurn um vörugjald af ökutækjum

Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra um vörugjöld af ökutækjum. Þingmaðurinn vill vita hvað efnaminna fólk, fólk á landsbyggðinni og aðrir sem ekki hafa greiðan aðgang að hleðslustöð eigi að gera; „þegar búið verður að skattleggja bensínbíla út af neytendamarkaði með hækkun vörugjalds af ökutækjum,“ eins…Lesa meira

true

Landsvirkjun skoðar stöðu sína og Norðuráls

Landsvirkjun sér Norðuráli um þriðjungi af þeirri raforku sem fyrirtækið notar við framleiðslu sína. Ragnhildur Sverrisdóttir upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir í samtali við Skessuhorn að ekki sé vitað enn sem komið er hversu mikla orku fyrirtækið þurfi frá Landsvirkjun á næstu mánuðum eða misserum þar sem enn sé verið að meta stöðuna enda stutt frá því…Lesa meira

true

Erfiðleikar á Grundartanga munu hafa áhrif á Akraneskaupstað

Bæjarráð Akraness segir í yfirlýsingu að erfiðleikar fyrirtækja á Grundartanga muni hafa áhrif og leggur áherslu á að starfsfólki og stjórnendum þeirra verði mætt af skilningi við þessar aðstæður. „Trú okkar er sú að um tímabundna erfiðleika sé að ræða og fyrirtækin nái aftur fyrri styrk. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir starfsfólk, fjölskyldur…Lesa meira