Fréttir

true

Lifandi krabbi mætir á matarmarkað

Næstkomandi laugardag frá klukkan 12-16 verður Matarauður Vesturlands með markað í Breið, þróunarsetri á Akranesi. Í tilkynningu segir að þar verði matarmenning eins og hún gerist best. Meðal annars verður lifandi krabbi úr Faxaflóa á boðstólnum, en auk siginn fiskur, grásleppa, hnísukjöt, frosið krabbakjöt. Þá verður borgfirskt hunang, hvítlaukur og grænmeti úr Dölunum og fjölmargt…Lesa meira

true

Samdráttur á Grundartanga hefur ekki afgerandi áhrif á Faxaflóahafnir

Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir í samtali við Skessuhorn að fréttir um samdrátt í rekstri framleiðslufyrirtækjanna á Grundartanga séu talsvert áhyggjuefni. Hann segist deila bjartsýni stjórnenda Elkem um að samdráttur þar verði minni en í fyrstu var talið en fyrstu fréttir af stöðu Norðuráls séu mun verri. Aðspurður um hversu mikið inn- og útflutningur Norðuráls…Lesa meira

true

Lýsa áhyggjum sínum vegna stöðu mála á Grundartanga

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir í tilkynningu á heimasíðu sveitarfélagsins áhyggjum sínum vegna þeirrar óvissu sem nú ríkir í starfsemi mikilvægra fyrirtækja á Grundartanga. Rifjað er upp að Elkem hyggist draga tímabundið úr framleiðslu vegna veikra markaðsaðstæðna í Evrópu og að auki ríki enn óvissa um hugsanlegar verndarráðstafanir Evrópusambandsins vegna innflutnings á kísliljárni og járnblendi. „Þá varð…Lesa meira

true

Stór landsæfing björgunarsveita var haldin í Hvalfirði

Síðastliðinn laugardag var stór landsæfing björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar haldin í Hvalfirði og víðar í Borgarfirði. Það voru björgunarsveitir á svæði 4; frá Akranesi, Borgarnesi og uppsveitum Borgarfjarðar sem báru hitann og þungann af skipulagningu verkefnisins. Þorbjörg Petrea Pálsdóttir sérfræðingur á aðgerðasviði Landsbjargar var verkefnisstjóri í samráði við heimamenn á Vesturlandi. Þorbjörg segir í samtali við…Lesa meira

true

Mjög alvarleg staða hjá Norðuráli í kjölfar bilunar í rafbúnaði

Bilun sú sem varð í rafbúnaði álvers Norðuráls á Grundartanga í gærmorgun gæti haft alvarleg áhrif á rekstur fyrirtækisins og í kjölfarið haft mikil atvinnu- og efnahagsleg áhrif. Framleiðsla álversins hefur nú þegar skerst um tvo þriðju. Í samtali við Skesshorn segir Sólveig Bergmann framkvæmdastjóri samskipta og samfélagsmála að þessa stundina sé farið yfir hvað…Lesa meira

true

Vilja setja reglur um aðgengi að áfengi á íþróttaviðburðum

Á sambandsþingi UMFÍ, sem haldið var í Stykkishólmi fyrr í mánuðinum, var samþykkt að fela stjórn að leita eftir samstarfi við Íþróttasamband Íslands um að móta skýr tilmæli og reglur um aðgengi að áfengi á viðburðum íþróttafélaga. Aðdragandinn að tillögunni var umræða sem átti sér stað á sambandsráðsfundi UMFÍ fyrir ári, þar sem bent var…Lesa meira

true

Eimskip varar við afleiðingum framleiðsluáfalls Norðuráls

Eimskip hefur sent kauphallartilkynningu þar sem tilkynnt er að samdráttur í framleiðslu Norðuráls muni hafa neikvæð áhrif á flutningsmagn Eimskips. Fram kemur að Norðurál sé einn  af stærri viðskiptavinum Eimskips og félagið hafi átt í góðum samskiptum við Norðurál þar sem staðfest hafi verið að framleiðslugetan verði tímabundið um þriðjungur af fullum afköstum verksmiðjunnar.Lesa meira

true

Sauðfjárbúskapur leggst nú af í Borgarnesi

Frá upphafi byggðar var frístundabúskapur ríkur þáttur í lífi íbúa Það var á stilltum og fallegum haustdegi í vikulokin að blaðamaður Skessuhorns mælir sér mót við bræðurna Bjarna Kristinn og Unnstein Þorsteinssyni við fjárhúsin þeirra við Hjarðarholt í Borgarnesi. Á þessum stað úr landi Bjargs byggði Þorsteinn Bjarnason faðir þeirra fjárhús á grunni hermannabragga árið…Lesa meira

true

Íbúar á Akranesi beðnir að lágmarka vatnsnotkun á föstudagskvöldið

Íbúar og fyrirtæki á Akranesi eru beðin um að fara sparlega með neysluvatnið föstudaginn 24. október frá kl. 21.00 og fram til kl. 03.00 aðfararnótt laugardags. Veitur eru nú að endurnýja lýsingartæki fyrir kalda vatnið á Akranesi til að tryggja heilnæmi þess fyrir samfélagið til lengri tíma. Nýju lýsingartækin gera fyrirtækinu kleift að bregðast hraðar…Lesa meira

true

Vilja tryggja áframhaldandi rekstur líkhúss í Ólafsvík

Sóknarsamlag Ingjaldshóls- og Ólafsvíkurkirkju hefur óskað eftir því að gerður verði nýr samstarfssamningur við Snæfellsbæ um rekstur líkhúss að Hjarðartúni 6a í Ólafsvík. Á fundi Sóknarsamlagsins nýlega var farið yfir rekstur hússins og þau atriði sem þarfnast umbóta. Í bréfi sem Sóknarsamlagið sendi bæjarstjórn Snæfellsbæjar segir að hvorki samlagið né kirkjurnar sjálfar hafi fjárhagslegt bolmagn…Lesa meira