
Samdráttur á Grundartanga hefur ekki afgerandi áhrif á Faxaflóahafnir
Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir í samtali við Skessuhorn að fréttir um samdrátt í rekstri framleiðslufyrirtækjanna á Grundartanga séu talsvert áhyggjuefni. Hann segist deila bjartsýni stjórnenda Elkem um að samdráttur þar verði minni en í fyrstu var talið en fyrstu fréttir af stöðu Norðuráls séu mun verri.