Fréttir

Lýsa áhyggjum sínum vegna stöðu mála á Grundartanga

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir í tilkynningu á heimasíðu sveitarfélagsins áhyggjum sínum vegna þeirrar óvissu sem nú ríkir í starfsemi mikilvægra fyrirtækja á Grundartanga. Rifjað er upp að Elkem hyggist draga tímabundið úr framleiðslu vegna veikra markaðsaðstæðna í Evrópu og að auki ríki enn óvissa um hugsanlegar verndarráðstafanir Evrópusambandsins vegna innflutnings á kísliljárni og járnblendi.