
Lifandi krabbi mætir á matarmarkað
Næstkomandi laugardag frá klukkan 12-16 verður Matarauður Vesturlands með markað í Breið, þróunarsetri á Akranesi. Í tilkynningu segir að þar verði matarmenning eins og hún gerist best. Meðal annars verður lifandi krabbi úr Faxaflóa á boðstólnum, en auk siginn fiskur, grásleppa, hnísukjöt, frosið krabbakjöt. Þá verður borgfirskt hunang, hvítlaukur og grænmeti úr Dölunum og fjölmargt fleira. Allir eru velkomnir.