Fréttir
Uppistöðulónið í Berjadalsá.

Íbúar á Akranesi beðnir að lágmarka vatnsnotkun á föstudagskvöldið

Íbúar og fyrirtæki á Akranesi eru beðin um að fara sparlega með neysluvatnið föstudaginn 24. október frá kl. 21.00 og fram til kl. 03.00 aðfararnótt laugardags. Veitur eru nú að endurnýja lýsingartæki fyrir kalda vatnið á Akranesi til að tryggja heilnæmi þess fyrir samfélagið til lengri tíma. Nýju lýsingartækin gera fyrirtækinu kleift að bregðast hraðar við ef eitthvað kemur upp. „Til að undirbúa tenginguna þurfum við að loka fyrir kaldavatnslögn fyrir Akranes og nýtum á meðan varaforðann sem er í bænum. Tengivinnan hefur ekki áhrif á lýsinguna og kalda vatnið, en lágur þrýstingur verður á vatninu á meðan. Til að tryggja að ekki komi til vatnsleysis biðlum við til íbúa og fyrirtækja að fara mjög sparlega með kalda vatnið á þessum tíma. Við höfum þegar rætt við stórnotendur á svæðinu um að takmarka notkun þetta kvöld og fram á nótt,“ segir í tilkynningu.

Íbúar á Akranesi beðnir að lágmarka vatnsnotkun á föstudagskvöldið - Skessuhorn