
Stór landsæfing björgunarsveita var haldin í Hvalfirði
Síðastliðinn laugardag var stór landsæfing björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar haldin í Hvalfirði og víðar í Borgarfirði. Það voru björgunarsveitir á svæði 4; frá Akranesi, Borgarnesi og uppsveitum Borgarfjarðar sem báru hitann og þungann af skipulagningu verkefnisins. Þorbjörg Petrea Pálsdóttir sérfræðingur á aðgerðasviði Landsbjargar var verkefnisstjóri í samráði við heimamenn á Vesturlandi. Þorbjörg segir í samtali við Skessuhorn að æfingin hafi tekist einkar vel og þá hafi veðrið leikið við björgunarsveitarfólk og leikara sem tóku að sér hlutverk sjúklinga og slasaðra á æfingunni.