Fréttir

Erfiðleikar á Grundartanga munu hafa áhrif á Akraneskaupstað

Bæjarráð Akraness segir í yfirlýsingu að erfiðleikar fyrirtækja á Grundartanga muni hafa áhrif og leggur áherslu á að starfsfólki og stjórnendum þeirra verði mætt af skilningi við þessar aðstæður. „Trú okkar er sú að um tímabundna erfiðleika sé að ræða og fyrirtækin nái aftur fyrri styrk. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir starfsfólk, fjölskyldur þeirra og byggðarlagið allt,“ segir orðrétt í yfirlýsingunni.