
Norðurál á Grundartanga. Ljósm. mm
Landsvirkjun skoðar stöðu sína og Norðuráls
Landsvirkjun sér Norðuráli um þriðjungi af þeirri raforku sem fyrirtækið notar við framleiðslu sína. Ragnhildur Sverrisdóttir upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir í samtali við Skessuhorn að ekki sé vitað enn sem komið er hversu mikla orku fyrirtækið þurfi frá Landsvirkjun á næstu mánuðum eða misserum þar sem enn sé verið að meta stöðuna enda stutt frá því að umfang bilunar í spennum varð ljóst.