Fréttir
Anna Leif kemur myndarlegum potti fyrir í brennslu. Ljósmyndir: mm

Leirbrennsla í timburkolum í Garðalundi

Anna Leif Auðar Elídóttir kennari við Grundaskóla á Akranesi fór óhefðbundna leið í kennslu síðastliðinn miðvikudag. Hún kennir valáfanga fyrir elstu nemendur skólans sem kallast Leir. Þar er eins og nafnið bendir til unnið með leir og hlutirnir brenndir, oftast í ofni heima í handavinnustofu.