Fréttir

Rekstrarafkoma talsvert betri en áætlað var

Rekstrarafkoma A og B hluta Hvalfjarðarsveitar fyrstu átta mánuði ársins var nánast tvöfalt betri en fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir. Þetta kom fram á fundi sveitarstjórnar í gær. Samtals voru tekjur sveitarfélagsins tæplega 1.301 milljón króna á tímabilinu janúar-ágúst eða um 5% hærri en áætlað var þrátt fyrir að framlög Jöfnunarsjóðs hafi verið 14% lægri en vænst var. Mestu munar að tekjur af útsvari og fasteignasköttum námu tæpum 994 milljónum króna sem er rúmlega 63,7 milljónum króna hærri tekjur en reiknað hafði verið með.